Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2023 13:12 Eldgos á Reykjanesi við Litla-Hrút. Hraunið er búið að fylla upp í skál við Kistufell og mun líklega flæða áfram inn í Meradali. Vísir/Vilhelm Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54