Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2023 12:19 Fólk á hjólum á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira