Igor segir að þeir félagar hafi fyrst verið stöðvaðir af lögreglunni og meinuð aðganga.
„Fyrst stoppuðu þeir okkur og sögðu okkur að við mættum ekki fara áfram. Við yrðum að fara til baka,“ segir Igor. „Síðan sögðu þeir okkur að við gætum farið að eldfjallinu. En við þurfum að vera meðvitaðir um reykinn.“
Á hann þá við gasmökkinn sem streymir upp úr eldgjánni, en gosstöðvarnar hafa verið lokaðar vegna mikillar brennisteinsoxíð mengunar.
„Við erum mjög ánægðir,“ segir Igor eftir að lögreglan opnaði inn á svæðið. Þeir félagar eru sannkallaðir lukkunnar pamfílar.
„Ég sá eldgosið í fyrra en ekki gjánna sjálfa. Mér finnst þetta heillandi,“ bætir Wojciech við.