Orri kemur til Sporting frá Elverum í Noregi þar sem hann lék í tvö ár. Hann varð norskur meistari með liðinu í fyrra en í ár tapaði það í úrslitum fyrir ofurliði Kolstad.
Tveir íslenskir vinstri hornamenn munu því leika í Portúgal næsta vetur. Stiven Tobar Valencia hafði áður samið við Benfica.
Sporting komst í úrslit um portúgalska meistaratitilinn í vor en tapaði fyrir Porto. Liðið varð hins vegar bikarmeistari. Sporting hefur nítján sinnum orðið Portúgalsmeistari, síðast 2018.
Orri, sem er 24 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hann lék með íslenska landsliðinu á EM 2022.