Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 11:01 Pavel Ermolinskij lifir sig inn í leikinn í úrslitakeppninni í vor. Hann var sá fyrsti til að gera Tindastól að meisturum og verður sá fyrsti til að stýra Stólunum í Evrópukeppni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira