Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 16:41 Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish. Arctic Fish Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurfjármögnun fyrirtækisins verði tengd sjálfbærnimarkmiðum þess. Félagið á og rekur sína eigin landeldisstöð á seiðum og segir í tilkynningunni að um sé að ræða eina þá fullkomnustu í heimi þegar kemur að endurnýtingu vatns og notkun á hreinum orkugjöfum. „Mikil ánægja ríkir um fjármögnunina sem mun styðja við framtíðaráherslur félagsins. Nú hefst frágangur lánasamninga og er endurfjármögnunin háð hefðbundnum fyrirvörum um frágang slíkra lánaskjala,“ er haft eftir Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóra Arctic Fish í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að félagið hafi verið í stefnumörkun á sviði sjálfbærnimála og vinni að innleiðingu þeirra í samræmi við alþjóðamælikvarða. Lánið sé tengt sjálfbærnimarkmiðum og árangri félagsins á því sviði. Neil Shiran segir að það muni hafa jákvæð áhrif á vaxtakjör til framtíðar og veita mikla hvatningu til áframhaldandi góðra verka sem félagið ætli sér að standa undir. Bankarnir sem standa að endurfjármögnuninni munu verða upplýstir um árangur sjálfbærnimarkmiða félagsins og sinna eftirfylgni þeirra, að því er segir í tilkynningunni. 2023 stefni í að vera stræsta ár í sögu félagsins Þá kemur fram í tilkynningunni að Arctic Fish sé ört vaxandi laxeldisfélag með starfsemi á Vestfjörðum.Í lok júní störfuðu yfir 100 manns hjá Arctic Fish samstæðunni og er áætlað að það fjölgi um 20 manns til viðbótar fram að áramótum. Hægt er að framleiða um fjórar milljónir fiska á landi í stöðinni. Þá er sjóeldisstarfsemi félagsins í miklum vexti og er stefnan sett á um 15 þúsund tonna sölu á laxi í ár með vöxt upp í um 22 þúsund tonn á næstu þremur árum, að því er segir í tilkynningunni. „Í starfsstöð fyrirtækisins í Bolungarvík er um þessar mundir verið að taka í notkun hátæknivinnsluhúsnæði sem mun sjá um vinnslu og pökkun félagsins. Félagið hefur fjárfest í sérhæfðum mannvirkjum og eldisbúnaði fyrir um 18 milljarða króna og er enn að fjárfesta í seiðaframleiðslu. Þá er félagið með um 11 milljarða bundna í laxabirgðum í sjó.“ Segir að árið 2023 stefni í að vera stærsta ár´i sögu félagsins þegar kemur að velti og umfangi rekstrar og fjárfestinga. Stærsti eigandi Arctic Fish ehf. er MOWI, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, og næst stærsti hluthafinn er Síldarvinnslan hf. Sterkir eigendur, vaxtaráform félagsins og hágæða afurðir úr sjálfbæru eldi skapi traustan grunn fyrir endurfjármögnuninni, að því er segir í tilkynningu. Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurfjármögnun fyrirtækisins verði tengd sjálfbærnimarkmiðum þess. Félagið á og rekur sína eigin landeldisstöð á seiðum og segir í tilkynningunni að um sé að ræða eina þá fullkomnustu í heimi þegar kemur að endurnýtingu vatns og notkun á hreinum orkugjöfum. „Mikil ánægja ríkir um fjármögnunina sem mun styðja við framtíðaráherslur félagsins. Nú hefst frágangur lánasamninga og er endurfjármögnunin háð hefðbundnum fyrirvörum um frágang slíkra lánaskjala,“ er haft eftir Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóra Arctic Fish í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að félagið hafi verið í stefnumörkun á sviði sjálfbærnimála og vinni að innleiðingu þeirra í samræmi við alþjóðamælikvarða. Lánið sé tengt sjálfbærnimarkmiðum og árangri félagsins á því sviði. Neil Shiran segir að það muni hafa jákvæð áhrif á vaxtakjör til framtíðar og veita mikla hvatningu til áframhaldandi góðra verka sem félagið ætli sér að standa undir. Bankarnir sem standa að endurfjármögnuninni munu verða upplýstir um árangur sjálfbærnimarkmiða félagsins og sinna eftirfylgni þeirra, að því er segir í tilkynningunni. 2023 stefni í að vera stræsta ár í sögu félagsins Þá kemur fram í tilkynningunni að Arctic Fish sé ört vaxandi laxeldisfélag með starfsemi á Vestfjörðum.Í lok júní störfuðu yfir 100 manns hjá Arctic Fish samstæðunni og er áætlað að það fjölgi um 20 manns til viðbótar fram að áramótum. Hægt er að framleiða um fjórar milljónir fiska á landi í stöðinni. Þá er sjóeldisstarfsemi félagsins í miklum vexti og er stefnan sett á um 15 þúsund tonna sölu á laxi í ár með vöxt upp í um 22 þúsund tonn á næstu þremur árum, að því er segir í tilkynningunni. „Í starfsstöð fyrirtækisins í Bolungarvík er um þessar mundir verið að taka í notkun hátæknivinnsluhúsnæði sem mun sjá um vinnslu og pökkun félagsins. Félagið hefur fjárfest í sérhæfðum mannvirkjum og eldisbúnaði fyrir um 18 milljarða króna og er enn að fjárfesta í seiðaframleiðslu. Þá er félagið með um 11 milljarða bundna í laxabirgðum í sjó.“ Segir að árið 2023 stefni í að vera stærsta ár´i sögu félagsins þegar kemur að velti og umfangi rekstrar og fjárfestinga. Stærsti eigandi Arctic Fish ehf. er MOWI, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, og næst stærsti hluthafinn er Síldarvinnslan hf. Sterkir eigendur, vaxtaráform félagsins og hágæða afurðir úr sjálfbæru eldi skapi traustan grunn fyrir endurfjármögnuninni, að því er segir í tilkynningu.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira