Þá hafa þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm sent kröfu á forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.
Um helgina lýkur vikudagskrá goslokahátíðar en fimmtíu ár eru frá gosi í Heimaey. Fullt hefur verið í Herjólf og mikið fjör í bænum. Við heyrum í Eyjamönnum í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.