Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 09:45 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á Snákaeyju. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01