„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2023 22:31 Óskar Hrafn mátti vera ánægður með sannfærandi sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
„Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira