Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 14:18 Margrét Magnúsdóttir mætti í Bestu upphitunina til Helenu Ólafsdóttur. S2 Sport Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira