„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2023 21:01 Frá vinstri: Baldur Thoroddsen, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, Kári Thoroddsen, Egill Thoroddsen og Stormur Thoroddsen. Vísir/Arnar Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. Hinn sautján ára gamli Stormur Thoroddsen er elsta barn foreldra sinna, Kolbrúnar Ýrar Bjarnadóttur og Egils Thoroddsen. Búa þau á Akureyri ásamt þremur yngri bræðrum Storms. Sumarið 2020, þegar Stormur var fjórtán ára gamall, fór hann fyrst að ræða við foreldra sína um að honum liði öðruvísi. „En ég var ekki alveg kominn með orð yfir þessa tilfinningu. Þannig ég gat ekki alveg útskýrt fyrir þeim þannig þau skildu ekki alveg hvað ég var að meina. Það voru endurtekin samtöl oft um þetta og loksins áttaði ég mig á hver ég væri,“ segir Stormur. Kom fjölskyldunni á óvart 1. janúar árið 2021 kom Stormur síðan út sem trans maður fyrir öllum en hann hafði áður komið út fyrir fjölskyldu sinni og nánustu vinum. Fékk Stormur mikinn stuðning frá öllum í kringum sig. Foreldrar hans segja þetta hafa komið á óvart. Stormur Thoroddsen kom út sem trans maður þegar hann var fjórtán ára gamall. Vísir/Arnar „Þegar barnið segir „Ég er strákur“ var ég að reyna að segja að stelpur séu alls konar. Þær eru frá A til Ö og eru ekki allar eins. Svo þegar ég fór að lesa mér til og fræða mig betur þá auðvitað áttaði ég mig á að þetta er ekki alveg svona einfalt. Maður getur ekki sett sig í þessu spor þegar maður hefur ekki þessar tilfinningar sjálfur,“ segir Kolbrún Ýrr. „Ég átti mjög erfitt með að átta mig á þessu. Svo lásum við mikið, kynntum okkur málefnið og þá fórum við að skilja betur hvað væri í gangi. Eins og Kolbrún segir, maður finnur þetta ekkert hjá sjálfum sér, þetta er bara það sem þarf að læra og læra að skilja,“ segir Egill. Lét kalla sig strákanafni Stormur segir það hafa verið erfitt að koma út fyrst um sinn, þá sérstaklega þar sem hann gat ekki alveg áttað sig á því hvaða tilfinning þetta væri sem hann var að finna. „Ég hafði bara heyrt um einhverjar steríótýpur af dragdrottningum en þetta var svo rosalega ekki sýnilegt. Þegar ég bara fyrst sá eitthvað myndband um ungan trans strák sagði ég bara vá, er þetta hægt, því ég hafði alltaf fundið þessa tilfinningu en aldrei komið henni í orð,“ segir Stormur. „Ég man þegar ég var tíu ára lét ég vini mína kalla mig strákanafni í heilt ár. En ég pældi ekkert í því. Þetta var bara gaman. Alls konar svona hlutir en ég vissi ekkert að þetta væri til. Þannig ég gerði ekkert í því.“ Kolbrún segir þetta hafa verið erfitt fyrir fjölskylduna þar sem við tekur langt og erfitt ferli. „Auðvitað hefur þetta áhrif á fjölskylduna þegar kemur að samskiptum út af því það er ýmislegt sem fylgir þessu. Til þess að fá grunnþjónustu sem ætti að vera til fyrirmyndar í öllum ríkjum sem vilja vera með gott heilbrigðiskerfi, þá er ákveðið ferli sem er farið í gegnum til þess að fá grunnþjónustuna,“ segir Kolbrún. Öll erum við manneskjur Fjölskyldan bendir á að fólk þarf ekki endilega að skilja hlutina. „Mér finnst kannski mikilvægasta setningin sem ég tala mikið um við fólk sem spyr mig út í þetta, að þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft bara að virða þetta. Það er gott ef þú getur skilið hluti og getur frætt þig um eitthvað. Náð því en ef þú nærð þessu ekki, þá á þetta ekki að þurfa að hafa svona mikil áhrif á þig. En þú virðir rétt einstaklinga til að vera þeir sjálfir, alveg sama hvort það tengist því hverjir þeir erum hver þau eru eða hvern það elskar eða hvað. Því við erum öll bara manneskjur,“ segir Kolbrún. Hinsegin Akureyri Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Stormur Thoroddsen er elsta barn foreldra sinna, Kolbrúnar Ýrar Bjarnadóttur og Egils Thoroddsen. Búa þau á Akureyri ásamt þremur yngri bræðrum Storms. Sumarið 2020, þegar Stormur var fjórtán ára gamall, fór hann fyrst að ræða við foreldra sína um að honum liði öðruvísi. „En ég var ekki alveg kominn með orð yfir þessa tilfinningu. Þannig ég gat ekki alveg útskýrt fyrir þeim þannig þau skildu ekki alveg hvað ég var að meina. Það voru endurtekin samtöl oft um þetta og loksins áttaði ég mig á hver ég væri,“ segir Stormur. Kom fjölskyldunni á óvart 1. janúar árið 2021 kom Stormur síðan út sem trans maður fyrir öllum en hann hafði áður komið út fyrir fjölskyldu sinni og nánustu vinum. Fékk Stormur mikinn stuðning frá öllum í kringum sig. Foreldrar hans segja þetta hafa komið á óvart. Stormur Thoroddsen kom út sem trans maður þegar hann var fjórtán ára gamall. Vísir/Arnar „Þegar barnið segir „Ég er strákur“ var ég að reyna að segja að stelpur séu alls konar. Þær eru frá A til Ö og eru ekki allar eins. Svo þegar ég fór að lesa mér til og fræða mig betur þá auðvitað áttaði ég mig á að þetta er ekki alveg svona einfalt. Maður getur ekki sett sig í þessu spor þegar maður hefur ekki þessar tilfinningar sjálfur,“ segir Kolbrún Ýrr. „Ég átti mjög erfitt með að átta mig á þessu. Svo lásum við mikið, kynntum okkur málefnið og þá fórum við að skilja betur hvað væri í gangi. Eins og Kolbrún segir, maður finnur þetta ekkert hjá sjálfum sér, þetta er bara það sem þarf að læra og læra að skilja,“ segir Egill. Lét kalla sig strákanafni Stormur segir það hafa verið erfitt að koma út fyrst um sinn, þá sérstaklega þar sem hann gat ekki alveg áttað sig á því hvaða tilfinning þetta væri sem hann var að finna. „Ég hafði bara heyrt um einhverjar steríótýpur af dragdrottningum en þetta var svo rosalega ekki sýnilegt. Þegar ég bara fyrst sá eitthvað myndband um ungan trans strák sagði ég bara vá, er þetta hægt, því ég hafði alltaf fundið þessa tilfinningu en aldrei komið henni í orð,“ segir Stormur. „Ég man þegar ég var tíu ára lét ég vini mína kalla mig strákanafni í heilt ár. En ég pældi ekkert í því. Þetta var bara gaman. Alls konar svona hlutir en ég vissi ekkert að þetta væri til. Þannig ég gerði ekkert í því.“ Kolbrún segir þetta hafa verið erfitt fyrir fjölskylduna þar sem við tekur langt og erfitt ferli. „Auðvitað hefur þetta áhrif á fjölskylduna þegar kemur að samskiptum út af því það er ýmislegt sem fylgir þessu. Til þess að fá grunnþjónustu sem ætti að vera til fyrirmyndar í öllum ríkjum sem vilja vera með gott heilbrigðiskerfi, þá er ákveðið ferli sem er farið í gegnum til þess að fá grunnþjónustuna,“ segir Kolbrún. Öll erum við manneskjur Fjölskyldan bendir á að fólk þarf ekki endilega að skilja hlutina. „Mér finnst kannski mikilvægasta setningin sem ég tala mikið um við fólk sem spyr mig út í þetta, að þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft bara að virða þetta. Það er gott ef þú getur skilið hluti og getur frætt þig um eitthvað. Náð því en ef þú nærð þessu ekki, þá á þetta ekki að þurfa að hafa svona mikil áhrif á þig. En þú virðir rétt einstaklinga til að vera þeir sjálfir, alveg sama hvort það tengist því hverjir þeir erum hver þau eru eða hvern það elskar eða hvað. Því við erum öll bara manneskjur,“ segir Kolbrún.
Hinsegin Akureyri Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira