Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júlí 2023 10:42 Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016. Vísir/RAX Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“ Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira