Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 10:35 Sveinn Birkir Björnsson segir að eldgos muni ekki hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til landsins til skemmri tíma. Íslandsstofa Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. „Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira