Enska liðið fékk tækifæri til að komast yfir strax á 17. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu. Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, steig á punktinn, en skot hans framhjá og því var enn markalaust.
Gibbs-White bætti þó upp fyrir vítaklúðrið á 42. mínútu þegar hann stýrði fyrirgjöf Cole Palmer upp í þaknetið og sá til þess að Englendingar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.
Cole Palmer var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystu Englendinga á 65. mínútu og hann var alls ekki hættur því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Cameron Archer á seinustu mínútu venjulegs leiktíma.
Niðurstaðan varð því öruggur 3-0 sigur Englendinga sem eru á leið í úrslit Evrópumótsins og mæta þar annað hvort Spánverjum eða Úkraínumönnum.