Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2023 19:30 Bekkjafélagar bera lík fimmtán ára skólasystur sinnar sem féll í árás Ísraelsmanna í dag. AP/Majdi Mohammed Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31