Gylfi á æfingu hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 10:43 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í dag, í æfingabúningi Valsmanna. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út. Besta deild karla Valur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Twitter og sagði Gylfa staddan á æfingu á Hlíðarenda þessa stundina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Gaupi lætur þess getið að Gylfi „virki lipur og í formi“. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023 Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Eins og fyrr segir rann samningur Gylfa við Everton út í fyrrasumar. Þessum 33 ára gamla leikmanni, sem skorað hefur 25 mörk í 78 A-landsleikjum fyrir Ísland, er því frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum. Hann hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United og greindi The Athletic frá því að félagið væri að láta rannsaka bakgrunn Gylfa. Eins og sjá má á myndinni hér efst í greininni var Gylfi klæddur í æfingabúningi Vals á æfingunni í dag. Hafi hann hug á að taka fram skóna og spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta.VÍSIR/VILHELM Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Samkvæmt reglum KSÍ „skal það vera gert með sanngirni og íþróttamennsku í huga og án þess að það hafi neikvæð áhrif á þá keppni sem leikmaðurinn verður hlutgengur til þess að taka þátt í.“ Samkvæmt viðmiðunarreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ skal meðal annars horft til þess hvort að leikmaður hafi verið virkur í samningsumleitunum við félag án árangurs, frá því að síðasti samningur leikmannsins rann út.
Besta deild karla Valur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira