Arnór Ingvi lék fyrsta klukkutímann rúman inni á miðsvæðinu hjá Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen leysti hann að hólmi á 66. mínútu leiksins.
Ari Freyr Skúlason kom inná hjá Norrköping á 65. mínútu leiksins. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni hjá Häcken.
Eftir þessi úrslit er Häcken í þriðja sæti með 28 stig og Norrköping í því áttunda með 18 stig.