Gylfi ætlar ekki í skaðabótamál Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 15:12 Gylfi Þór Sigurðsson var viðstaddur landsleik Íslands og Frakklands sem fram fór á EM Englandi í knattspyrnu kvenna í fyrra. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Everton hyggst ekki höfða skaðabótamál gegn breskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn lögreglu sem hann sætti vegna gruns um kynferðisbrot. Hann var ekki ákærður vegna málsins. Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04