Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. júlí 2023 14:30 Grænir páfagaukar frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Getty Images Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður. Dýr Fuglar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður.
Dýr Fuglar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent