Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu. Stöð 2 Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“ Ísrael Palestína Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“
Ísrael Palestína Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira