Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2023 12:18 Alexis Tsipras tók við formennsku í Syriza árið 2012 og var forsætisráðherra Grikklands á árunum 2ö15 til 2019. AP Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins. Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins.
Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira