Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM Óskar Ófeigur Jónsson og Sindri Sverrisson skrifa 29. júní 2023 15:20 Þorsteinn Leó Gunnarsson átti magnaðan leik í dag og skoraði ellefu mörk. Hann var skiljanlega valinn maður leiksins. IHF Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor. Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor.
Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn