Plötusnúðsferillinn á ís hjá nýjasta atvinnumanni Íslands Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Stiven Tobar Valencia er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Benfica Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Stiven Tobar Valencia er fyrsti Íslendingurinn til þess að semja við portúgalskt félagslið. Hann ætlar að stimpla sig strax inn sem leikmaður Benfica. Stiven skrifar undir tveggja ára samning við Benfica, eitt besta félagslið Portúgal. „Maður er einhvern veginn ekki enn búinn að taka þetta inn. Ég held út til Portúgal eftir tæpar þrjár vikur en einhvern veginn líður mér ekki þannig enn.“ Allt upp á tíu Stiven fór út til Portúgal á dögunum til þess að gangast undir læknisskoðun hjá Benfica og skrifa undir samninginn og leist honum vel á það sem hann sá þar. „Þetta var alveg meiriháttar, það er allt upp á tíu þarna. Þetta er í grunninn stórt félag byggt í kringum fótboltaliðið en það er allt til alls þarna. Hvað mig varðar var það eiginlega bara mikil upplifun að fara þarna út að heimsækja félagið og skoða mig um.“ Félagsskiptin eiga sér töluverðan aðdraganda en undir lok marsmánaðar fullyrti handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson að Stiven væri á leið til félagsins. Benfica var hins vegar ekki eina félagið sem vildi semja við kappann. „Það voru önnur lið í spilinu en við ákváðum að kýla á það sem myndi henta mér og mínum ferli best. Það var náttúrulega langur aðdragandi að þessu en fyrir mér er um algjört ævintýri að ræða. Ég veit í raun og veru ekkert sjálfur hvað ég er að fara út í en þessi óvissa og spenna fyrir því sem koma skal er það sem gerir þetta svo fallegt.“ Stiven er fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að semja við félagslið í Portúgal og sjálfur segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því. „Það kom mér verulega á óvart að það væri staðan en á sama tíma er það bara gaman og eitt box sem maður tikkar í. Þetta fer í reynslubankann en á sama tíma get ég ekki leitað til einhvers héðan frá Íslandi sem hefur reynsluna af því að spila úti í Portúgal. Maður verður sá fyrsti sem getur deilt reynslu sinni frá því.“ Vill stimpla sig strax inn Markmiðin eru skýr næstu tvö árin hjá Stiven Tobar. „Það eru miklar breytingar að eiga sér stað hjá liðinu á þessum tímapunkti og við leikmennirnir byrjum einhvern veginn allir bara á núllpunkti. Ég ætla mér bara að stimpla mig strax inn frá fyrstu æfingu. Ég hef nú þegar hafið undirbúning minn hér heima og hef verið að æfa stíft. Svo er markmiðið náttúrlega bara að halda sér í íslenska landsliðinu. Það er mikil vinna fram undan.“ Stiven eftir að hafa skrifað undir hjá BenficaMynd: Benfica Stiven gengur til liðs við Benfica frá uppeldisfélagi sínu Val þar sem að hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna. Hann kveður Val með söknuði. „Það er mjög erfitt að kveðja Val. Hér hef ég átt geðveik ár allt frá því að félagið tók mig inn sem ungan gutta og gaf mér traust. Félagið og fólkið hér er bara eins og fjölskyldan mín, ég held að ég verji meiri tíma hér heldur en heima hjá mér. Það er erfitt að kveðja félagið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Stiven Tobar Valencia (@stivenvalenciaa) Takturinn utan vallar á ís Með fram handboltaferlinum hefur það vakið athygli að Stiven hefur verið að þeyta skífum sem plötusnúður á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Er sá ferill kominn á hilluna núna með þessum félagsskiptum? „Já ég held ég þurfi að taka mér smá pásu frá þeim ferli en hver veit nema að maður taki eitt og eitt gigg þarna úti í Portúgal,“ segir Stiven og hlær. „Nei, nei sá ferill er kominn á ís. Nú fer maður í það að koma sér vel fyrir úti og kannski getur maður rifið græjurnar aftur upp þegar að maður kemur heim til Íslands í frí.“ Valur Portúgal Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Stiven skrifar undir tveggja ára samning við Benfica, eitt besta félagslið Portúgal. „Maður er einhvern veginn ekki enn búinn að taka þetta inn. Ég held út til Portúgal eftir tæpar þrjár vikur en einhvern veginn líður mér ekki þannig enn.“ Allt upp á tíu Stiven fór út til Portúgal á dögunum til þess að gangast undir læknisskoðun hjá Benfica og skrifa undir samninginn og leist honum vel á það sem hann sá þar. „Þetta var alveg meiriháttar, það er allt upp á tíu þarna. Þetta er í grunninn stórt félag byggt í kringum fótboltaliðið en það er allt til alls þarna. Hvað mig varðar var það eiginlega bara mikil upplifun að fara þarna út að heimsækja félagið og skoða mig um.“ Félagsskiptin eiga sér töluverðan aðdraganda en undir lok marsmánaðar fullyrti handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson að Stiven væri á leið til félagsins. Benfica var hins vegar ekki eina félagið sem vildi semja við kappann. „Það voru önnur lið í spilinu en við ákváðum að kýla á það sem myndi henta mér og mínum ferli best. Það var náttúrulega langur aðdragandi að þessu en fyrir mér er um algjört ævintýri að ræða. Ég veit í raun og veru ekkert sjálfur hvað ég er að fara út í en þessi óvissa og spenna fyrir því sem koma skal er það sem gerir þetta svo fallegt.“ Stiven er fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að semja við félagslið í Portúgal og sjálfur segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því. „Það kom mér verulega á óvart að það væri staðan en á sama tíma er það bara gaman og eitt box sem maður tikkar í. Þetta fer í reynslubankann en á sama tíma get ég ekki leitað til einhvers héðan frá Íslandi sem hefur reynsluna af því að spila úti í Portúgal. Maður verður sá fyrsti sem getur deilt reynslu sinni frá því.“ Vill stimpla sig strax inn Markmiðin eru skýr næstu tvö árin hjá Stiven Tobar. „Það eru miklar breytingar að eiga sér stað hjá liðinu á þessum tímapunkti og við leikmennirnir byrjum einhvern veginn allir bara á núllpunkti. Ég ætla mér bara að stimpla mig strax inn frá fyrstu æfingu. Ég hef nú þegar hafið undirbúning minn hér heima og hef verið að æfa stíft. Svo er markmiðið náttúrlega bara að halda sér í íslenska landsliðinu. Það er mikil vinna fram undan.“ Stiven eftir að hafa skrifað undir hjá BenficaMynd: Benfica Stiven gengur til liðs við Benfica frá uppeldisfélagi sínu Val þar sem að hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna. Hann kveður Val með söknuði. „Það er mjög erfitt að kveðja Val. Hér hef ég átt geðveik ár allt frá því að félagið tók mig inn sem ungan gutta og gaf mér traust. Félagið og fólkið hér er bara eins og fjölskyldan mín, ég held að ég verji meiri tíma hér heldur en heima hjá mér. Það er erfitt að kveðja félagið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Stiven Tobar Valencia (@stivenvalenciaa) Takturinn utan vallar á ís Með fram handboltaferlinum hefur það vakið athygli að Stiven hefur verið að þeyta skífum sem plötusnúður á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Er sá ferill kominn á hilluna núna með þessum félagsskiptum? „Já ég held ég þurfi að taka mér smá pásu frá þeim ferli en hver veit nema að maður taki eitt og eitt gigg þarna úti í Portúgal,“ segir Stiven og hlær. „Nei, nei sá ferill er kominn á ís. Nú fer maður í það að koma sér vel fyrir úti og kannski getur maður rifið græjurnar aftur upp þegar að maður kemur heim til Íslands í frí.“
Valur Portúgal Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira