Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 16:02 Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag. Ekki er ljóst hvar hann er niður kominn eftir að skammlífri uppreisn hans lauk. AP/ Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55
Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30