Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2023 12:15 Leikmenn FH fagna marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. „Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“ Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira