Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Hafdís Einarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar frá Sauðárkróki. Stöð 2 Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira