Formúla 1

Hollywood eigendur Wrexham hafa keypt sig inn í formúlu eitt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa verið áberandi sem eignendur velska liðsins Wrexham FC.
Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa verið áberandi sem eignendur velska liðsins Wrexham FC. Getty/ Jan Kruger

Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eiga saman enska fótboltafélagið Wrexham, eru ekki hættir að eignast hlut í íþróttaliðum.

Nú hafa félagarnir keypt sér hluti í formúlu eitt félaginu Alpine en þetta staðfestir Renault sem á Alpine liðið.

Reynolds og McElhenney keypti hlutinn í gegnum fjárfestingafélögin Otro Capital og RedBird Capital Partners en þeir keyptu 24 prósent hlut.

Ökumenn Alpine eru þeir Pierre Gasly og Esteban Ocon. Þeir eru eins og er í 9. (Ocon) og 10. sæti (Gasly) í heimsmeistarakeppni ökumanna sem hefur skilað Alpine-Renault liðinu upp í fimmta sæti í liðakeppninni.

Það hefur verið gaman og gengið vel hjá Hollywood eigendunum síðan að þeir eignuðust Wrexham en að auki hafa þeir auglýst velska félagið vel í gegnum sjónvarpsþættina „Welcome to Wrexham“ eða „Velkomin til Wrexham“.

Fótboltalið Wrexham komst upp um deild í vetur og spila í fjórðu efstu deild Englands á komandi tímabili. Þetta verður í fyrsta sinn í fimmtán ár sem liðið spilar svo ofarlega í ensku deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×