Hollywood eigendur Wrexham hafa keypt sig inn í formúlu eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:00 Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa verið áberandi sem eignendur velska liðsins Wrexham FC. Getty/ Jan Kruger Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eiga saman enska fótboltafélagið Wrexham, eru ekki hættir að eignast hlut í íþróttaliðum. Nú hafa félagarnir keypt sér hluti í formúlu eitt félaginu Alpine en þetta staðfestir Renault sem á Alpine liðið. Reynolds og McElhenney keypti hlutinn í gegnum fjárfestingafélögin Otro Capital og RedBird Capital Partners en þeir keyptu 24 prósent hlut. Ryan Reynolds and Rob McElhenney are branching out! The Wrexham owners will be part of an investor group taking a 24% equity stake in F1 team Alpine.— BBC Sport (@BBCSport) June 26, 2023 Ökumenn Alpine eru þeir Pierre Gasly og Esteban Ocon. Þeir eru eins og er í 9. (Ocon) og 10. sæti (Gasly) í heimsmeistarakeppni ökumanna sem hefur skilað Alpine-Renault liðinu upp í fimmta sæti í liðakeppninni. Það hefur verið gaman og gengið vel hjá Hollywood eigendunum síðan að þeir eignuðust Wrexham en að auki hafa þeir auglýst velska félagið vel í gegnum sjónvarpsþættina „Welcome to Wrexham“ eða „Velkomin til Wrexham“. Fótboltalið Wrexham komst upp um deild í vetur og spila í fjórðu efstu deild Englands á komandi tímabili. Þetta verður í fyrsta sinn í fimmtán ár sem liðið spilar svo ofarlega í ensku deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nú hafa félagarnir keypt sér hluti í formúlu eitt félaginu Alpine en þetta staðfestir Renault sem á Alpine liðið. Reynolds og McElhenney keypti hlutinn í gegnum fjárfestingafélögin Otro Capital og RedBird Capital Partners en þeir keyptu 24 prósent hlut. Ryan Reynolds and Rob McElhenney are branching out! The Wrexham owners will be part of an investor group taking a 24% equity stake in F1 team Alpine.— BBC Sport (@BBCSport) June 26, 2023 Ökumenn Alpine eru þeir Pierre Gasly og Esteban Ocon. Þeir eru eins og er í 9. (Ocon) og 10. sæti (Gasly) í heimsmeistarakeppni ökumanna sem hefur skilað Alpine-Renault liðinu upp í fimmta sæti í liðakeppninni. Það hefur verið gaman og gengið vel hjá Hollywood eigendunum síðan að þeir eignuðust Wrexham en að auki hafa þeir auglýst velska félagið vel í gegnum sjónvarpsþættina „Welcome to Wrexham“ eða „Velkomin til Wrexham“. Fótboltalið Wrexham komst upp um deild í vetur og spila í fjórðu efstu deild Englands á komandi tímabili. Þetta verður í fyrsta sinn í fimmtán ár sem liðið spilar svo ofarlega í ensku deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira