„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:51 Rigning í Skerjafirði. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. „Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“ Veður Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
„Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“
Veður Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent