„Tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera“ Jón Már Ferro skrifar 25. júní 2023 08:00 Emil Pálsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrir tveimur árum fór hann fyrst í hjartastopp en í fyrra gerðist það aftur. Hann sagði skilið við fótboltann tímabundið áður en hann snéri sér að fótboltaþjálfun. vísir/andri marinó Emil Pálsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem neyddist skyndilega til þessa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra. Hefur fundið nýjan farveg fyrir ástríðu sína á íþróttinni. Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil. Besta deild karla FH Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil.
Besta deild karla FH Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira