Ferðamönnum fjölgar hratt á Spáni að nýju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júní 2023 14:31 Spænskur túrismi hefur að fullu náð vopnum sínum eftir þrengingar Covid19-farsóttarinnar. Myndin er frá Cadiz í Andalúsíu. Eduardo Briones/Getty Images Spánverjar reikna með að ferðamönnum fjölgi um 15% í sumar miðað við árið í fyrra. Þar með hefur spænsk ferðaþjónusta náð vopnum sínum að fullu síðan í Covid-faraldrinum og gott betur. Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma. Spánn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma.
Spánn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira