Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Samúel Karl Ólason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. júní 2023 17:30 Málaliðar Wagner hafa verið að undirbúa varnir í Rostov-borg. EPA Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Belarús Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira