Í frétt The Athletic segir einfaldlega að hinn 41 árs gamli Grétar Rafn sé á förum vegna breytinga á starfsliði félagsins.
Þáverandi yfirmaður knattspyrnumála, Fabio Paratici, réð Grétar Rafn á miðju síðasta ári en Fabio hefur verið dæmdur í bann frá knattspyrnu vegna vinnu sinnar hjá Juventus.
Grétar Rafn var hálfgerður aðstoðarmaður Paratici hjá félaginu sem og hann hafði umsjón með frammistöðum leikmanna (e. performance director). Hafði hann umsjón með frammistöðum bæði leikmanna í yngri liðum sem og aðalliðinu.
Grétar Rafn spilaði lengi vel með Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann 46 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Eftir að skórnir fóru upp í hillu hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town á Englandi, sem yfirmaður leikmannamála og þróun leikmanna hjá Everton ásamt því að vinna stuttlega hjá Knattspyrnusambandi Íslands.