James, sem á sínum leikmannaferli lék með liðum á borð við Portsmouth, Liverpool og Manchester City áður en hann gekk í raðir ÍBV undir lok ferilsins, segir að það liggi í augum uppi að Rice eigi að velja City frekar en Arsenal.
Framtíð hins 24 ára gamla Rice hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og lengi vel leit út fyrir að Arsenal væri að næla sér í þennan eftirsóttaleikmann. West Ham hefur hins vegar hafnað tveimur boðum frá Arsenal í leikmanninn og nú eru englandsmeistarar Manchester City búnir að blanda sér í kapphlaupið.
„Declan Rice er toppleikmaður og Manchester City er besta liðið í Evrópu og verður líklega besta lið heims eftir nokkra mánuði þegar þeir vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. Ef Declan Rice er hluti af því þá er það af því að hann á skilið að vera hluti af því,“ sagði James.
„Af hverju ætti hann að vilja spila fyrir Arsenal? Annað liðið er Evrópumeistari, Englandsmeistari og enskur bikarmeistari, en hitt liðið er ekkert af þessu,“ bætti James við.
🗣️ “Why would he want to play for Arsenal? One team is the European, FA Cup, Premier League champions and the other is neither, or none.”
— Football Daily (@footballdaily) June 23, 2023
David James says it’s an 𝐄𝐀𝐒𝐘 choice for Declan Rice to make if it’s between Manchester City and Arsenal regarding his future. 💭 pic.twitter.com/gLwsVsm3WK