Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 23:01 Rory McIlroy sáttur eftir að hafa farið holu í höggi. Vísir/Getty Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira