Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 06:46 Þó að land í Krýsuvík sé illa farið fá bændur frá Grindavík enn þá að beita á því. Atli Jósefsson, Vilhelm Gunnarsson Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt. Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt.
Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira