Hringtenging með göngum nauðsynleg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2023 19:17 Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði. VEGAGERÐIN/MANNVIT Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“ Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“
Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira