Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2023 20:17 Stéphane Urquizar frá Frakklandi hefur aldeilis fengið að kynnast íslensku veðurfari. Vísir Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira