Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. júní 2023 12:25 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, segir loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra og ekki einnar ríkisstjórnar. Allir ráðherrar séu loftslagsráðherrar og þurfi að taka virkan þátt í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55