Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Árni Sæberg skrifar 22. júní 2023 11:33 Halldór Benjamín gerði það að sínu fyrsta verki í starfi forstjóra Regins að boða yfirtöku á Eik. Gunnari Þór Gíslasyni líst ekkert á það. Vísir Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. Töluverða athygli vakti á dögunum þegar Reginn, næststærsta fasteignafélag landsins, kynnti fyrirhugað yfirtökutilboð í Eik, það þriðja stærsta. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut. Brimgarðar er eitt fjölmargra félaga samstæðunnar Langasjávar. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, sem helst eru kennd við matvælafyrirtækið Mata og leigufélagið Ölmu. Greint var frá því á Innherja fyrir skömmu að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum, sem hófust í byrjun mánaðar tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins. Í Morgunblaði dagsins er greint frá afstöðu Brimgarða. Hún er neikvæð. Hvetur Reginn til að hætta við Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hvetja stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór furðar sig á stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Töluverða athygli vakti á dögunum þegar Reginn, næststærsta fasteignafélag landsins, kynnti fyrirhugað yfirtökutilboð í Eik, það þriðja stærsta. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut. Brimgarðar er eitt fjölmargra félaga samstæðunnar Langasjávar. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, sem helst eru kennd við matvælafyrirtækið Mata og leigufélagið Ölmu. Greint var frá því á Innherja fyrir skömmu að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum, sem hófust í byrjun mánaðar tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins. Í Morgunblaði dagsins er greint frá afstöðu Brimgarða. Hún er neikvæð. Hvetur Reginn til að hætta við Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hvetja stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór furðar sig á stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða.
Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira