Fótbolti

Meistararnir blanda sér í kapphlaupið um Rice og leggja fram tilboð í dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Declan Rice er eftirsóttur.
Declan Rice er eftirsóttur. Vísir/Getty

Englandsmeistarar Manchester City ætla að blanda sér í kapphlaupið um enska miðjumanninn Declan Rice, leikmann West Ham, og munu leggja fram tilboð í leikmanninn í dag.

Þetta fullyrðir félagsskiptasérfræðinguinn David Ornstein á The Athletic í dag, en Rice hefur verið afar eftirsóttur í síðustu félagsskiptagluggum.

Arsenal hefur verið á höttunum eftir Rice undanfarnar vikur og um tíma leit út fyrir að þetta væri frekar orðin spurning um hvenær frekar en hvort Rice myndi ganga í raðir liðsins frá West Ham.

West Ham hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum Arsenal í leikmanninn, því síðara upp á allt að 90 milljónir punda.

Nú virðist sem Englandsmeistarar Manchester City séu að blanda sér í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þessa 24 ára eftirsótta miðjumanns og verður áhugavert að fylgjast með því hvort liðinu takist að ræna honum af Arsenal, líkt og þeir gerðu með Englandsmeistaratitilinn í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×