Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2023 20:20 Húsið á sér ríkulega sögu. Skjáskot/Facebook Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“ Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“
Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira