Frá þessu greindi The Athletic nú rétt í þessu.
Arsenal have agreed a deal in principle with Chelsea to sign forward Kai Havertz for a fee in the region of £65million.#AFC | #CFC
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023
More from @David_Ornstein https://t.co/3Kt9UmxMh3
Hinn 24 ára gamli Havertz hefur leikið með Chelsea frá árinu 2020. Hann er einn fjölda leikmanna sem Chelsea er að losa í von að rétta af bókhaldið hjá sér en félagið hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðan Todd Boehly og félagar í Clearlake Capital keyptu það á síðustu leiktíð.
Havertz hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur verið notaður í mismunandi hlutverkum hjá Chelsea. Reikna má með að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sé með mótað hlutverk fyrir leikmanninn sem á að gefa liðinu aukna vídd fram á við.
Alls lék Havertz 139 leiki fyrir Chelsea, skoraði 32 mörk og gaf 15 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 36 leiki fyrir Þýskaland og skorað í þeim 13 mörk.