Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 12:03 Petteri Orpo á leið á blaðamannafund í finnska þinghúsinu eftir að þingmenn kusu hann forsætisráðherra. Vísir/EPA Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann. Finnland Flóttamenn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann.
Finnland Flóttamenn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira