Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 13:01 Timber í baráttunni gegn Lionel Messi á HM 2022. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira