Fyrstu laxarnir komnir úr Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2023 12:45 Addi Fannar og Sigurjón með fyrstu laxana úr Langá. Veiðistaðurinn Strengir og Fossinn Skuggi sjást fyrir aftan. Veiði hófst í Langá á Mýrum í morgun og fyrstu laxarnir veiddust strax í morgunsárið og það kemur ekkert á óvart hvaða veiðistaðir eru að gefa. Langá er eins og árnar á vesturlandi í frábæru júní vatni og við þau skilyrði gefa veiðistaðirnir fyrir neðan fossinn Skugga yfirleitt alltaf fyrstu laxana en í morgun voru komnir tveir á land. Fyrsti veiðistaður fyrir neðan Skugga er Strengir og þar geta bunkast upp lax þegar vatnið er gott. Þar fyrir neðan er svo hin rómaða Breiða en það voru einmitt þessir tveir veiðistaðir sem gáfu fyrstu laxana í morgun. Það eru nokkrir dagar síðan fyrstu laxarnir fóru í gegnum teljarann og staðan á teljaranum í morgun var 16 laxar gengnir í gegnum hann en síðan fer alltaf eitthvað upp fossinn þrátt fyrir nokkuð vatn. Það er eiginlega deginum ljósara að það verður gott vatn ánum, eða í sumum tilfellum rúmlega það ef það heldur áfram að vera jafn mikil rigning og undanfarna daga, í sumar og veiðimenn vona nú að næsta stórstreymi skili inn góðum gögnum af eins árs laxi. Eftir nokkur mögur ár eigum við það alveg inni að fá einn meðalár en "krossum fingur" værum þakklát fyrir aðeins meira en það. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði
Langá er eins og árnar á vesturlandi í frábæru júní vatni og við þau skilyrði gefa veiðistaðirnir fyrir neðan fossinn Skugga yfirleitt alltaf fyrstu laxana en í morgun voru komnir tveir á land. Fyrsti veiðistaður fyrir neðan Skugga er Strengir og þar geta bunkast upp lax þegar vatnið er gott. Þar fyrir neðan er svo hin rómaða Breiða en það voru einmitt þessir tveir veiðistaðir sem gáfu fyrstu laxana í morgun. Það eru nokkrir dagar síðan fyrstu laxarnir fóru í gegnum teljarann og staðan á teljaranum í morgun var 16 laxar gengnir í gegnum hann en síðan fer alltaf eitthvað upp fossinn þrátt fyrir nokkuð vatn. Það er eiginlega deginum ljósara að það verður gott vatn ánum, eða í sumum tilfellum rúmlega það ef það heldur áfram að vera jafn mikil rigning og undanfarna daga, í sumar og veiðimenn vona nú að næsta stórstreymi skili inn góðum gögnum af eins árs laxi. Eftir nokkur mögur ár eigum við það alveg inni að fá einn meðalár en "krossum fingur" værum þakklát fyrir aðeins meira en það.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði