Frá þessu er greint á vef The Athletic. Þar segir að enska úrvalsdeildin hafi stigið inn í og bannað Chelsea að semja við streymisveituna sem er á vegum kvikmyndarisans Paramount.
Paramount Plus er þó ekki aðeins streymisveita af efni sem Paramount á. Veitan sýnir ekki efni frá Bretlandi en á sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu, ítölsku úrvalsdeildinni og efstu deild kvenna [NWSL] í Bandaríkjunum.
Því töldu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að það færi illa í þá sem eiga sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni ef eitt af stærri lið deildarinnar yrði með beinan samkeppnisaðila framan á treyjum sínum.
Chelsea have been refused permission to sign a shirt sponsorship deal with Paramount Plus by the Premier League due to concerns it could cause problems with the league s broadcast partners.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 18, 2023
More from @liam_twomey https://t.co/TbDxsenu4P
Sem stendur er Chelsea í samningaviðræðum við veðmálafyrirtækið Stake.com þó enska úrvalsdeildin hafi í apríl samþykkt að banna veðmálafyrirtækjum að vera helsti styrktaraðili félaga. Þau mega þó enn vera á ermum búninga eða á skiltum í kringum völlinn. Bannið tekur gildi tímabilið 2026-27.
Símafyrirtækið Three [3] var aðalstyrktaraðili Chelsea á síðasta tímabili. Sá samningur rennur út í sumar og því er Chelsea í leit að nýjum styrktaraðila til að vera framan á treyjum félagsins.