Shaw reynir að lokka Kane og Rice til Manchester United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 10:00 Luke Shaw nýtir dagana með landsliðinu í að reyna að sannfæra Harry Kane og Declan Rice um að ganga í raðir Manchester United. Eddie Keogh - The FA/The FA via Getty Images Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur nýtt landsliðsverkefni Englands undanfarna daga í að reyna að sannfæra þá Harry Kane og Declan Rice um að færa sig frá höfuborginni og yfir til Manchester. Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira