Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 07:30 Wyndham Clark fagnaði sigri á risamóti í fyrsta sinn. Richard Heathcote/Getty Images Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. Opna bandaríska Golf Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira