128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 23:01 Rickie Fowler hélt metinu í 22 mínútu Getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023 Opna bandaríska Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023
Opna bandaríska Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira